Description
STRIKER Plus 4 er með 4,3“skjá, innbyggðu GPS og CHIRP tækni sem gefur þér frábæra mynd með góðum útlínum. Quickdraw Contours teikna kort með 30cm dýptarlínum og getur tækið geymt kort yfir 8000km2. Innbyggt GPS gerir þér kleift að merkja punkta, fá leiðsögn í punkta og sjá hraða bátsins.
Garmin Quickdraw
Á meðan þú ert að róa, þá notar tækið Quickdraw möguleikann til að teikna kort af botninum þar sem þú ferð. Kortið er með 30cm (1 fet) dýptarlínu og geymir tækið allt að 8000km2. Mjög einfalt er að virkja Quickdraw möguleikann.
CHIRP Sónar
STRIKER Plus 4 notast við CHIRP tækni sem bíður uppá skarpari mynd og meiri smáatriði en í venjulegum dýptarmælum. Kristaltær myndin gefur ótrúlega skýrar útlínur og í hárri upplausn, hvort sem er í djúpu eða grunnu vatni. Dýptarlínur eru sýnilegri og truflanir eru minni þrátt fyrir mikið dýpi, og tækið er fljótt að teikna það sem er fyrir neðan.
GPS Fisksjá
STRIKER Plus 4 er með háhraða GPS móttakara sem gefur þér staðsetninguna þína, hvar og hvenær sem er. Einnig geturðu vistað þér punkta í tækinu og notað þá til að finna bestu veiðistaðina aftur í næstu ferð eða þú getur notað tækið til að merkja punkta við bryggju eða fjöru þaðan sem lagt er í ferðina svo að þú getir alltaf ratað til baka.
GPS gerið það líka að verkum að þú getur fylgst með hraðanum á skjánum á tækinu, þannig að þú getur passað að þú sért á réttum hraða miðað við þá beitu sem þú ert að nota.
Hannað fyrir þig
STRIKER Plus 4 er einfalt í notkun og hugsað fyrir allar aðstæður. Skjárinn er bjartur og glampavarinn og er einfalt að sjá hvað er fyrir neðan bátinn. Viðmótið er einfalt, myndin er skýr og hentar þetta tæki í alla veiði.