GMR 18 HD+ Radar

279.900 kr.

Nettur og straumlínulaga 4kW radar

• Straumlínulaga, 18 tommu, 4 kW radar
• 4 kW sendistyrkur, og tært og skýrt endurkast
• Dynamic Auto Gain stillir hvernig hann sýnir umhverfið í kringum þig, til að fá sem bestu nýtinguna við allar aðstæður
• Dynamic Sea Filter stillir sjálfkrafa vegalengdir sem hann sýnir í samræmi við breytar aðstæður
• Leggur radar myndina yfir kortamyndina á plotternum. (mælt með sjálfstýringu eða stefnunema til að ná sem bestri notkun frá tækjunum)

Available on backorder

SKU: 010-01719-00 Category:

Description

GMR 18 HD+ er góður kostur fyrir báta með lítið pláss fyrir radar. Hann er með 4 kW sendistyrk og sýnir skýra mynd af endurkastinu svo að þú sért öruggur um hvað er í kringum þig. Hægt er að leggja radarmyndina yfir kortamyndina á plotternum þínum. Gott er að hafa sjálfstýringu eða stefnunema svo að það nýtist sem best. Einnig getur það hjálpað við að forðast umferð annara báta. GMR 18 HD+ bíður uppá MARPA (Mini-audomatic radar plotting aid/þarf að vera parað við kortaplotter og stefnunema) sem þýðir þú getur valið þér bát/hlut sem þú sérð á radarnum, og fengið upplýsingar um t.d. stefnu, vegalengd, hraða, hvar og hvenær þú og viðkomandi hlutur munið rekast á og margt fleira.

Dynamic Auto Gain stillir hvernig hann sýnir umhverfið í kringum þig, til að fá sem bestu nýtinguna við allar aðstæður.
Dynamic Sea Filter gerir greinarmun á merki sem að radar getur verið að nema frá slæmum sjávarskilyrðum. GMR 18 HD+ er með 8-bita litaupplausn sem sýnir skarpa mynd á kortaplotternum þínum. Hann er með hámarks drægni uppá 36 sjómílur, lágmarks drægni niður á 20 metra og snýst 24 sinnum á mínútu. Radarinn er bæði einfaldur í uppsetningu og notkun.

Marine Network