Description
Góð samskipti geta skipt öllu máli úti á sjó. Með VHF 215i geturðu verið í sambandi við einhvern í landi eða við aðra báta á svæðinu. Þannig að þú getur verið í góðu sambandi, sama hvar þú ert og hvert þú ert að fara.
Kemur sér vel í neyðartilfellum
VHF 215i er með neyðarhnappi og 25 watta sendistyrk og veitir þannig mikið öryggi þegar að eitthvað kemur uppá.
Góð í samskiptum
VHF 215i er auðveld í uppsetningu og í notkun og hægt er að fjarlægja míkrafóninn frá stöðinni. Þarft einungis að tengja hana við NMEA 2000 kerfi. VHF 215i býður uppá Class D DSC möguleika. Talstöðin kemur forrituð með alþjóðlegum siglingarásum. Einnig er hægt að tengja hana með NMEA 0183 eða GHS 11i míkrafón.
Tengimöguleikar
VHF 215i er hönnuð til að vinna með GPSMAP® 7×2/9×2, GPMAP 10×2/12×2, GPSMAP 7400/7600 og GPSMAP 8400/8600 Kortaplotterum og skjám.