Description
Fyrir fólk sem að elskar að ferðast er Garmin Drive 52 kjörinn ferðafélagi. Tækið er einfalt í notkun og þægilegt er að skoða á vegaleiðsögn á stórum og björtum snertiskjá. Hægt er að fá uppfærslur á umferðarstöðu og kortauppfærslur eru í boði fyrir innbyggð kort.
Ekki pirra þig á umferðinni, sneiddu framhjá henni
Sjáðu við umferðinni með því að forðast hana. Tækið gefur þér viðvaranir og stingur upp á öðrum leiðum til að sneiða framhjá framkvæmdum eða slysum. Uppfærslur á umferðastöðu2 eru í boði þegar búið er að para snjallsímann við tækið.

Betri ferðir með TripAdvisor
Þú getur skoðað einkunnir á TripAdvisor fyrir hótel, veitingastaði og fleira nálægt áfangastað.

Búðir og veitingastaðir
Þetta tæki kemur með forhlöðnum upplýsingum frá FourSquare sem gerir það auðvelt fyrir þér að finna nýja og vinsæla staði.

Viðvaranir fyrir ökumann
Til að hvetja ökumenn til að vera meira meðvitaðir um umhverfið þá lætur tækið þá vita af hraðamyndavélum, breytingum á hámarkshraða, skörpum beygjum og fleiru.

Garmin Real Directions™
Auðskiljanleg vegaleiðsögn er í tækinu sem að segir þér hvenær þú átt að beygja, notar til þess götuheiti og auðþekkjanlegar byggingar og staði.

Hvað er framundan
Hvað er framundan er þægilegur eiginleiki í tækinu sem að gerir þér kleift að skoða veitingastaði, bensínstöðvar og annað sem er framundan á leiðinni þinni án þess að fara úr kortinu.

Nákvæm vegaleiðsögn
Direct Access eiginleikinn leiðbeinir þér auðveldlega að flugvöllum eða verslunarmiðstöðvum. Hann getur meira að segja fundið nálægasta útgang úr bílastæðahúsi fyrir þig.

Auðveld leit
Leitarglugginn gerir það auðvelt fyrir þér að finna heimilisföng og áhugaverða staði. Ef að það kemur upp innsláttarvilla gefur tækið þér þá staði sem eru svipaðir í stafsetningu og sá sem þú slóst inn.

Talar við Garmin bakkmyndavélar
Til að fullkomna leiðsögupakkann þá getur þú parað tækið við bakkmyndavélar frá Garmin (seldar sér). Þegar þær eru tengdar getur þý auðveldlega séð farartæki, vegfarendur og fleiri hluti sem eru fyrir aftan þig þegar þú bakkar.

Hágæða kort
Gæði kortsins skipta mestu máli þegar kemur að því að komast á leiðarenda. Kortin frá Garmin veita þér allar þær upplýsingar sem þú þarft.
1 To use this feature you must download the Smartphone Link app to your compatible Bluetooth® and GPS-enabled smartphone (sold separately); see Garmin.com/spl for details
2 Parking data is available for most city centres. For coverage details, visit parkopedia.com
© HERE. All rights reserved. ©2019 TripAdvisor LLC. All rights reserved. The HISTORY and the ‘H’ logo are registered trademarks of A&E Television Networks, LLC protected in the United States and other countries around the world. foursquare® and the foursquare® logos are registered trademarks of Foursquare Labs, Inc. All rights reserved. The Bluetooth® word mark and logos are owned by the Bluetooth SIG, Inc. and any use of such marks by Garmin is under license. Wi-Fi® and the Wi-Fi logo are registered trademarks of Wi-Fi Alliance.