Description
BlueChart g3 sjókort eru ein bestu kortin á markaðnum í dag hvað varðar skýrleika, nákvæmni og upplýsingar um strandlengjur. Gerð með upplýsingum frá Garmin og Navionics. Leiðarútreikningur (Auto Guidance) reiknar út leið út frá uppgefinni dýpt og hæð sem slegin er inn og gefur þér hugmynd af leið sem hægt er að fara sem leggst yfir kortið. Einnig er hægt að sækja stafrænar útgáfur af pappírskortum (NOAA raster cartography) án endurgjalds í gegnum ActiveCaptain appið. Þannig bíður kortaplotterinn þinn uppá kortamynd af svæðum skráðum af NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) þar sem áhugaverðir punktar eru merktir með lengdar- og breiddargráðum. Kortin ná yfir allan heiminn og er honum skipt niður í minni svæði sem hægt er að nálgast á minniskubb eða sem niðurhal. Hvert svæði er selt sér.
Sjálfvirkur leiðaútreikningur
Sjálfvirkur leiðarútreikningur (Auto Guidance1) reiknar út leið útfrá dýpt og hæð sem slegin er í tækið svo að bátinn reki ekki niður í botn eða uppundir brú eða annað mannvirki.
Dýptarskygging
Með dýptarskyggingu (Depth Range Shading) er hægt að slá inn dýptar bil (t.d frá 1 metra til 2ja metra dýpi) og skyggja það með ákveðnum lit þannig að það sést áberandi á kortinu hvar slíkar dýptir eru. Hægt er að stilla inn 10 mismunandi dýptar bil og merkja með sitthvorum litnum.
Nákvæmar dýptarlínur
BlueChart g3 eru með 30 cm (1 fet) dýptarlínum sem gefa nákvæmari mynd af botninum sem skilar sér í bættum veiðikortum og auknum smáatriðum þegar kemur að mýrum, skurðum og höfnum.
Skygging í grynningum
Til að hjálpa við leiðsögn þá skyggir tækið grynningar (Shallow Water Shading) miðað við dýpt sem notandinn slær inn í tækið. Þannig færðu skýra mynd af grynningum sem þú þarft að forðast.
1 Sjálfvirkur leiðarútreikningur (Auto Guidance) er eingöngu hugsað til að plana leiðina og kemur ekki í staðin fyrir aðra örugga leiðsögumöguleika. Auto Guidance er ekki í BlueChart g3 kortunum sem koma innbyggð í ECHOMAP™ Plus seríunni.